Á síðasta ári skrifaði ég eina þá yfirgripsmestu umfjöllun um N26 banka á Netinu, sem hefur síðan þá verið lesin af tugþúsundum ferðalanga, stafrænna flakkara og áhugamanneskjum um bankastarfsemi á Netinu frá öllum heimshornum.
En þrátt fyrir að vera svo yfirgripsmikil, hef ég fengið fjölmargar fyrirspurnir frá íslenskum lesendum um hvernig á að nota N26.
Mig langar því hér að leiðrétta nokkurn misskilning fyrir alla íslenska notendur sem skrá sig í N26, og einnig af hverju N26 er trúlega betri valkostur fyrir þig en aðrir bankar á netinu á borð við Revolut, Monzo, Curve, og Simple.
N26 er banki sem er eingöngu að finna á netinu og er hannaður fyrir stafræna flakkara og alla aðra sem kunna að meta einfaldleika, frábæra hönnun og lægstu mögulegu gjöld frá sínum banka.
Til dæmis sparar minn N26 mér þúsundir Evra á hverju ári með ókeypis úttektum úr hraðbönkum um allan heim, besta genginu á jörðinni (vegna samstarfs þeirra við TransferWise) og einstakar tryggingaáætlanir – allt þetta er innifalið í mínu korti.
Þess vegna skrifaði ég 3.000 orða umfjöllun um N26 banka á síðasta ári þar sem ég lýsti reynslu minni. Sú umfjöllun fer ítarlega yfir allar vörur þeirra, þar á meðal N26 Black, N26 Metal, CASH26, INVEST26 og margar fleiri.
Ég mun einnig sýna þér nákvæmlega rétta tímann fyrir þig til að uppfæra í N26 Black, og hvernig er hægt að nýta sem best öll fríðindin – fríðindi á borð við tryggingu vegna seinkunar flugs, farsímatryggingar og tryggingu vegna aflýsingar ferðar – sem fylgja með.
Og var ég búinn að nefna að nánast öll þessi fríðindi ásamt mörgu fleiru, eru algjörlega ókeypis?
Fríar úttektir úr hraðbönkum um allan heim. Það skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í veröldinni, N26 mun aldrei taka neina þóknun fyrir úttekt úr hraðbanka (ólíkt flestum bönkum, sem taka 250 – 1250 krónur fyrir úttekt í erlendum hraðbanka). Ef þú ert að nota N26 fríu leiðina, munt þú greiða 1,7% í gjaldeyrisskiptagjald ofan á meðal markaðsgengi, sem er betra en nánast allir aðrir neytendabankar bjóða upp á.
Tilkynningar um millifærslur í rauntíma. Hvenær sem peningar fara inn eða út af þínum reikningi, hvort sem það er millifærsla sem þú byrjaðir eða fyrirfram samþykkt greiðsla, færð þú tilkynningu.
Tegundir millifærslna. Hver millifærsla fer í ákveðinn flokk á borð við „Barir og veitingastaðir“ eða „Ferðalög og frí“ svo þú getir auðveldlega haft yfirsýn yfir eyðslu þína.
PIN endursetning. Að endursetja PIN hvenær sem er, er jafn auðvelt og að skrá sig inn í appið og breyta því. Engin þörf er á að hringja í N26, eða fara í hraðbanka og svo framvegis. 30 sekúndur og málið er afgreitt.
Að læsa þínu korti. Alveg eins og með endursetningu þíns PIN, er læsing á þínu korti (gera það ónothæft yfir ákveðið tímabil) eins einföld og að skrá sig inn og þrýsta á hnapp. Aflæsing er alveg jafn auðveld.
Greiðslur erlendis, greiðslur á netinu og peningaúttektir. Öryggis þíns vegna, getur þú virkjað og afvirkjað þær hvenær sem er.
Eyðsla og hámarksúttekt. Annað öryggisatriði sem þú getur valið og breytt í appinu hvenær sem er.
Er N26 í boði á Íslandi?
Eins og þú sérð hér, getur þú opnað N26 reikning í öllum eftirfarandi löndum: Þýskaland, Austurríki, Írland, Frakkland, Spánn, Ítalía, Holland, Belgía, Portúgal, Finnland, Lúxemborg, Slóvenía, Eistland, Grikkland, Slóvakía, Bretland, Pólland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Liechtenstein, Ísland og Bandaríkin.
Ég er til dæmis Kanadabúi, en ég skráði mig í N26 um leið og ég flutti til Berlín.
Ef þú býrð í einhverju þessara landa hér fyrir ofan OG hefur ríkisfang í einhverjum af þessum 164 löndunum fyrir neðan, getur þú skráð þig í N26:
Get ég tekið út peninga frítt með N26 korti mínu þegar ég er á Íslandi?
Já! Eins og ég sýndi í upprunalegu N26 umfjölluninni, færðu fríar úttektir úr hraðbönkum um allan heim með N26 Black kortinu, sem innifelur hraðbanka á Íslandi. Ef þú átt ekki N26 Balack og ert að nota fríu áætlun N26, borgar þú 1,7% gjald af heildarúttektarupphæð.
Til að sýna þér hvað ég meina, er hér skjáskot sem sýnir nýlega úttekt upp á 7.220 tælensk Baht sem ég tók út úr hraðbanka í Bangkok, ástamt raunverulegu gengi frá xe.com. Mundu: hvenær sem þú tekur út reiðufé eða millifærir í erlendri mynd með N26, borgar þú miðmarkaðsgengi og ekki krónu meira.
N26 Ísland – Evrum skipt í tælensk Baht með N26
Hvaða tryggingar koma með N26, You og N26 Metal?
N26 You og N26 Metal koma með glæsilegum ferða- og sjúkratryggingaáætlunum sem halda þér við hestaheilsu á ferðalaginu. Hún er ekki jafn yfirgripsmikil og SafetyWing tryggingaáætlunin, sem ég mæli mjög með að sameina við N26 aðild þina, en hún tryggir ansi margt:
Lækniskostnað allt að ótakmörkuð upphæð ef þú lendir í neyðartilviki erlendis (Ekkert frádráttarbært).
Neyðartannlæknakostnaður allt að hámarki 250€ (Ekkert frádráttarbært)
Kostnaður sem þú lendir í þegar flugi seinkar um 4 tíma eða meira, allt að hámarki 400€ (Ekkert frádráttarbært).
Kostnaður sem þú lendir í þegar farangur þinn kemur meira en 6 tímum síðar, allt að hámarki 400€ (Ekkert frádráttarbært).
Endurgreiðsla vegna stolins farsíma sem var keyptur með N26 Black reikingi, allt að hámarki 300€, (50€ frádráttarbærar).
Endurgreiðsla á stolnu fé ef þú verður rænd(ur) allt að 4 tímum eftir að hafa tekið út reiðufé í hraðbanka með N26 Black korti þínu, allt að hámarki 500€ (Ekkert frádráttarbært)
Framlengd ábyrgð allt að eitt aukaár á vörum sem keyptar voru beint með N26 Black korti þínu og öllum greiðslumátum tengdum þínu korti, á borð við tengdan PayPal reikning, allt að hámarki 500€ (50€ frádráttarbært)
Trygging fyrir niðurfellingu ferðar á hverju ferðalag áður en ferðin byrjar, allt að hámarki 5.000€ (10-20% frádráttarbært)
Það sem er innifalið Ferðastu eins og þú hafir aldrei farið að heiman
Það sem er innifalið Vernd á völdum vörum
Það sem er innifalið Verndaðu eignir þínar og reiðufé á meðan þú ert á ferðalagi
Allt sem þú ert vön/vanur til staðar. Þú hefur ótakmarkaða hraðbankaúttekt erlendis. Ferðastu áhyggjulaus með endurgreiðslu á lækna- eða sjúkrahússkostnaði ef upp kemur neyðartilvik á ferðalagi. Ef það þarf að senda þig heim færðu einnig endurgreitt.
N26 Black reikningur þinn kemur með allt að eins árs framlengdri ábyrgð á völdum vörum. Ef hún brotnar eða bilar eftir að ábyrgð framleiðanda rennur út, er hún bætt.
Við fylgjumst með þínum hlutum. Ef þú ert rænd(ur) allt að 4 tímum eftir að hafa tekið út reiðufé í hraðbanka heima eða að heiman, færðu það til baka. Sama á við um símann þinn, allt að 300€ og aðrar vörur sem keyptar voru með þínum reikningi. Þett á einnig við ef þær hafa skemmst.
Hversu mikið kostar N26?
Uppbygging gjalda hjá N26 er átta síðna löng og frekar þungmelt, svo hér er það mikilvægasta:
N26 Black kostar 9,90€ á mánuði, á meðan N26 Metal kostar 16,90€ á mánuði.
Útekt í erlendum gjaldmiðli (allur annar gjaldmiðill en Evrur) hvar sem er í heiminum: Frítt fyrir N26 Black og N26 Metal meðlimi, eða 1,7% fyrir N26 notendur með fría áætlun.
N26 Metal
N26 Metal inniheldur öll fríðindi N26 Black listuðum hér fyrir ofan, auk traustrar notandaaðstoðar (í forgangi) og, auðvitað, Metal kortið sjálft. Ég skrifaði nýlega 2.000 orða N26 Metal umfjöllun sem fer ítarlega yfir súper premium kort frá N26.
N26 kemur einnig með vaxandi fjölda sérstakra tilboða frá samstarfsaðilum og fríðindum, sem eru sambærileg við miklu dýrari premium kreditkort eins og American Express Platinum. Þessi fríðindi eru meðal annars:
WeWork: 1 frír dagur á mánuði af samvinnu frá hvaða WeWork staðsetningu sem er á heimsvísu.
Með sína aðdáunarverðu tryggingastefnu, gjaldfrjálsar úttektir á erlendu fé, og einfaldleika appsins, gæti ég í raun ekki verið ánægðari sem meðlimur í N26 You.
Það hefur gert bankaviðskipti svo miklu auðveldari og ódýrari fyrir mig, og hefur leyst úr mörgum sóðalegum vandamálum sem ég var með áður (þ.e. dýrar og óskýrar ferða/sjúkratryggingastefnur, auk þess að eyða nær 100$ á mánuði í falin gjöld hraðbanka og gjaldeyrisskiptaþóknunar.
Og þú þarft ekki einu sinni N26 kynningarkóða til að byrja (Spillir:N26 kynningarkóðar eru úeltir).
Til að skrá þig, þarft þú að gefa upp staðlaðar persónulegar upplýsingar (nafn, fæðingardag, o.s.frv.) og gild skilríki eða vegabréf.
Um leið og þú hefur skráð þig, staðfest skilríki þín í appinu og parað snjallsíma þinn (tekur um 8 mínútur samtals), munu þeir senda þér frítt MasterCard í pósti.Mitt var aðeins tvo daga á leiðinni, og það kemur í frekar flottum umbúðum.
Skrifaðu athugasemd hér fyrir neðan ef þú hefur spurningar um N26 og ég mun gera mitt besta til að svara þeim, eða þú getur haft samband við þjónustuver N26 gegnum appið eða heimasíðuna.
Rakuten gives you cashback on the purchases you're already making. From Amazon to Nike and every retailer in between, millions of users save $450+ per year just by installing the Rakuten app or browser extension.
We are a participant in the Amazon Services LLC Associates Program, an affiliate advertising program designed to provide a means for us to earn fees by linking to Amazon.com and affiliated sites. As an Amazon Associate I earn from qualifying purchases.